ÁGÚST ÞÓR BRYNJARSSON
Ágúst Þór Brynjarsson (ÁGÚST) er fæddur 22. nóvember árið 1999 og er uppalinn á Húsavík. Hann er íslenskur tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari sem starfar á sviði tónlistar og sviðslista.
Ágúst hefur starfað við tónlist um árabil og hefur verið virkur í tónlist og sviðsframkomu allt sitt líf. Tónlistarferillinn hófst í hans heimabæ, Húsavík, þar sem Ágúst byrjaði 10 ára gamall að koma fram og syngja á hátíðum og bæjarviðburðum. Á unglingsárum tók Ágúst þátt í söngkeppnum Samfés og Söngkeppni Framhaldsskólanna, ásamt því að spila á sveitaböllum og koma fram á öðrum viðburðum með gítarinn.
Í kringum tvítugt tók Ágúst næsta skref í tónlistarferlinum og byrjaði að spila sem trúbador um land allt ásamt því að stofna ballhljómsveitina Færibandið. Einnig söng Ágúst með Stuðlabandinu í um rúmt ár og eru þessar hljómsveitir tvær af vinsælustu ball hljómsveitum landsins og koma fram á tónlistarhátíðum og viðburðum um allt land.
Árið 2024 gaf hann út sitt fyrsta lag „Með þig á heilanum“, samið af Fannari Frey Magnússyni, sem markaði upphaf ferils hans sem popptónlistarmaður. Ágúst var tilnefndur sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaunum Bylgjunar & Fm957 & X977, í kjölfarið hélt Ágúst áfram að vinna að tónlist sinni og árið 2025 tók hann þátt í Söngvakeppninni, undankeppni Eurovision, með lagið „Eins og þú / Like You“, sem hann samdi ásamt Hákoni Guðna Hjartarssyni og Halldóri Gunnari Pálssyni. Þátttakan markaði tímamót á ferli Ágústar og kynnti hann fyrir breiðari hlustendahópi um allt land.
Árið 2026 markar nýjan og umfangsmikinn kafla á ferli Ágústar. Í janúar sendi hann frá sér lagið „Hægðu á þér“, og í febrúar gaf hann út annað lag í samstarfi við tónlistarkonuna Unu Torfa. Útgáfur laganna eru forsmekkur að plötunni “Hjartað á milljón” sem lítur dagsins ljós snemma sumars,
Í kjölfar útgáfu þessara laga fer Ágúst í Íslands-tónleikaferðalag þar sem hann hyggst fara hringinn í kringum landið og er ætlað að færa tónlistina beint til áhorfenda