Á leiðinni

Ég stoppa alltof stutt og kveð þig svo strax
Fer suður fimmtudag og verð til sunnudags
Svo sárt að horfa á þig horf’eftir mér
með spurningar í augunum afhverju ég fer
En samt er þetta allt
Sem ég valdi mér
Má engu missa af
Éééeger á leiðinni

Reyni að gera allt
Er það þess virði
ég verð að komast strax
Éééeger á leiðinni
Éééeger á leiðinni

Hvenær mun ég hætta þurfa meira
hver er ég, ef ég hætti að reyna
ég verð kominn áður en þú veist af
ég er á leiðinni

Hringi heim, er að leggja stað
held í vonina, allt sé eins og það var
hlakka til að fá að heyra allt,
allar sögurnar, hverju missti ég af
veist ég verð að fá að ger'þetta, elta draumana
veit að þú verður þar, mér við hlið nótt sem dag

Reyni að gera allt
Er það þess virði ég verð að komast strax
Éééeger á leiðinni
Éééeger á leiðinni

Hvenær mun ég hætta þurfa meira
hver er ég, ef ég hætti að reyna
ég verð kominn áður en þú veist af
ég er á leiðinni

Ohhhhhh